Kennarinn

Námskeiðin eru haldin af Pétri Thomsen ljósmyndara og myndlistamanni.
Pétur hefur starfað sem ljósmyndari og myndlistamaður í yfir 15 ár. Meðfram því hefur hann kennt ljósmyndun bæði á Íslandi og erlendis. 
Meðal annars í Listaháskóla Íslands, Ljósmyndaskólanum, Myndlistaskóla Reykjavíkur og á work shop í Finnlandi og Frakklandi svo dæmi séu tekin.

Pétur Thomsen hefur vakið athygli, bæði á Íslandi og erlendis, fyrir verk úr ljósmyndaröðunum Aðflutt landslag og Umhverfing, sem báðar fjalla um manninn andspænis og í náttúrunni, og tilraunir hans til að móta og breyta náttúru í manngert umhverfi.

Pétur er með BTS gráðu í ljósmyndun frá Ecole Supérieure des Métiers Artistiques og MFA gráðu frá École Nationale Supérieur de la Photographie í Arles í Frakkalandi.
Myndina hér að ofan tók Kristinn Ingvarsson ljósmyndari af Pétri í ferð á vegum Nikon.