Fjarnámskeið í Ljósmyndun

Fyrirlestrar og einkatími !
Tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja ná tökum á grunninum í ljósmyndun.
Námskeiðið er tvö kvöld í fjarkennslu í beinni ásamt einkatíma í fjarkennslu með kennaranum til að fara enn nánar yfir efnið.
Kennt er hvernig á einfaldan hátt er hægt að taka enn betri myndir og hvað þarf að gera til að ná hámarks gæðum úr myndavélinni.

Meðal annars er farið í:

 • Grunnatriðin í ljósmyndatækni:
  • Ljósop
  • Hraði
  • ISO
  • Hvítjöfnun (WB) og margt fleira
 • Stillingar á myndavélinni
 • Virkni takka
 • Skráarsnið og RAW skrár (hráfælar)
 • Dýptarskerpa
 • Ljósmæling
 • Fókus
 • Linsur
 • Grunnatriðín í flass notkun
 • Myndbygging
 • og margt fleira
 • Verklegar æfingar
Námskeiðið er 2 kvöld, kennt frá klukkan 18:00 til 21:00 ásamt 20 mínútna einkatíma með kennaranum til að fara nánar yfir efnið, verkefnin og svara spurningum nemenda. 
Námskeiðið er kennt í beinni á netinu í gegnum fjarkennsluforritið Zoom
Þar sem námskeiðið er í beinni hafa þátttakendur möguleika á að spyrja kennarann.
Þátttakendur geta svo horft á upptökur eftir á til að rifja upp.
Ekki þarf að vera með áskrift að Zoom til að taka þátt.

Engin fjarnámskeið eru á dagskrá á næstunni. Sendu okkur email ef þú vilt fá upplýsingar um næsta fjarnámskeið. 

Við minnum á að mörg stéttafélög taka þátt í námskeiðsgjöldum.
Lágmarksfjöldi þátttakenda er 6, hámarksfjöldi þátttakenda er 12
Hafðu samband til að fá ferkari upplýsingar eða skrá þig
Skráning & Upplýsignar