DSLR Myndavélar bjóða upp á ótrúlega marga möguleika. Einn af þeim sem hefur verið hvað mest í þróun undanfarið er Vídeó upptaka. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra grunnatriðin í vídeótökum með DSLR myndavélum. Hvort sem þú ert að gera fjölskyldu myndbönd eða stuttmyndir.
Kennt er hvernig við getum á einfaldan hátt tekið betri myndbönd með myndavélunum. Farið er í grunnatriðin í ljósmyndatækni og hvernig við notum þau í vídeó myndatökum. Farið er í stillingar á myndavélinni, hljóðupptökur, lýsingu, upptökur, skipulag, verklegar æfingar og margt fleira sem viðkemur vídeó upptökum. Námskeiðið er tvö kvöld, 3 klukkutímar í senn.
Námskeiðin verða aftur í boði þegar fært verður vegna Covid-19