Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á grunnatriðum ljósmyndatækninnar og líka fyrir þá sem þegar hafa lokið grunnnámskeiði og vilja rifja upp.
Farið er í öll helstu atriðin : Ljósop, hraða, ISO, WB, RAW skrá, dýptarskerpu, ljósmælingu, mynduppbyggingu og margt fleira.
Námskeiðið byggir á fyrirlestri og verklegum æfingum. Grunnatriði í ljósmyndatækni, stilling og meðferð myndavélarinnar eru kennd á verklegan hátt.
Við förum út að mynda saman og skoðum svo árangurinn. Við lærum best með því að gera hlutina.
Engin námskeið eru á dagskrá eins og er. Sendu okkur email hér ef þú vilt fá tilkynningar um næsta námskeið.